Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hús­næðis­þing 2023

Atli Ísleifsson skrifar
Eitt af meginefnum þingsins í ár eru drög að nýrri húsnæðisstefnu til fimmtán ára sem liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda og aðgerðaáætlun sem henni fylgir.
Eitt af meginefnum þingsins í ár eru drög að nýrri húsnæðisstefnu til fimmtán ára sem liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda og aðgerðaáætlun sem henni fylgir. Vísir/Vilhelm

Húsnæðisþing HMS og innviðaráðuneytisins fer fram á Hilton Reykjavik Nordica í dag milli klukkan 9 og 12:30 og verður hægt að fylgjast með þinginu í spilara að neðan.

Í tilkynningu kemur fram að Húsnæðisþing hafi sannað sig á undanförum árum sem mikilvægur upplýsinga- og samráðsvettvangur þar sem fram fari skoðanaskipti og raddir heyrast frá breiðu úrvali af fagfólki og leikmönnum.

„Eitt af meginefnum þingsins í ár eru drög að nýrri húsnæðisstefnu til fimmtán ára sem liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda og aðgerðaáætlun sem henni fylgir. Við ætlum á þinginu að ræða húsnæðisstefnuna, framkvæmd hennar og fá fram viðbrögð við henni í pallborðum og meðal annarra álitsgjafa. Allir geta komið skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri með því að senda inn umsögn um drögin í samráðsgáttina til 4. september – það er á mánudaginn í næstu viku.

Þá munum við einnig fá kynningu á stöðunni og horfum á húsnæðismarkaði með glóðvolgum tölum og upplýsingum, og ræðum hvernig best er að takast á við hana. Þá verður í brennidepli hvernig við getum byggt betur, breytt umgjörð mannvirkjagerðar – aukið gæði og minnkað fúsk, og fært okkur alfarið í vistvæna uppbyggingu,“ segir um þingið.

Hægt er að fylgjast með útsendingu í beinu streymi að neðan.

Dagskrá

I. hluti – Ný húsnæðisstefna

Húsnæðisstefna

  • Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra

Einn ferill húsnæðisuppbyggingar

  • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS
  • Ólafur Árnason forstjóri Skipulagsstofnunar
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs
  • Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs Reykjavíkur

Álitsgjafar

  • Guðbrandur Sigurðsson, frkvstj. Brynju leigufélags
  • Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar

Hvað þurfa sveitarfélög í vexti?

  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar

Pallborð

  • Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
  • Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
  • Eygló Harðardóttir, fyrrv. húsnæðismálaráðherra
  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

II. hluti – Staða og horfur á húsnæðismarkaði

Reynslusögur

Vaxtarverkir; húsnæðisþörf í ljósi mikillar fólksfjölgunar

  • Gunnar Haraldsson hagfræðingur

Þróun íslenska húsnæðismarkaðarins; sjónarhorn byggingariðnaðarins

  • Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins

Álitsgjafar

  • Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala
  • Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags

Kaffihlé

Reynslusögur

Staða uppbyggingar; aðgerðir fyrir öflugan húsnæðismarkað

  • Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS

Pallborð

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Hermann Jónasson, forstjóri HMS
  • Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Gylfi Gíslason, formaður mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins
  • Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

III. hluti – Breytt umgjörð mannvirkjagerðar

Bætt mannvirkjagerð til framtíðar

  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS

Mannvirkjaskrá; eitt viðmót fyrir stafræn hönnunargögn?

Endurskoðun byggingarreglugerðar; þetta þarf ekki að vera flókið

  • Ingveldur Sæmundsdóttir formaður stýrihóps um endurskoðun byggingarreglugerðar

Rannsóknarumhverfi mannvirkjagerðar

  • Þórunn Sigurðardóttir teymisstjóri hjá HMS

Stórt skref – minna fótspor

  • Helga María Adolfsdóttir byggingarfræðingur hjá Mannvit

Vistvæn uppbygging

  • Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og eigandi hjá Lendager á Íslandi

Pallborð

  • Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks
  • Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri hjá BM Vallá
  • Björt Ólafsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri IÐU

Húsnæðisþingi slitið





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×