Erlent

Sýnt frá réttar­höldunum í beinni í sjón­varpi og á YouTu­be

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Trump hefur alla tíð daðrað við sviðsljósið og það verður á honum þegar réttað verður yfir honum í Georgíu.
Trump hefur alla tíð daðrað við sviðsljósið og það verður á honum þegar réttað verður yfir honum í Georgíu. AP/Alex Brandon

Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020.

Sýnt verður frá réttarhöldunum í sjónvarpi og þeim streymt í beinni á YouTube, sagði dómarinn Scott McAfee.

Stuðningsmenn Trump og sumir flokksbræðra hans hafa gagnrýnt Fani Willis, yfirsaksóknara í Fulton sýslu, harðlega fyrir að ákæra forsetann fyrirverandi. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, sem sjálfur er Repúblikani var hvattur til þess í ágúst að kalla þingið saman til að gefa út ákærur á hendur Willis vegna frangöngu hennar. 

Á blaðamannafundi í gær sagði Kemp að hann hefði ekki séð nein sönnunargögn þess efnis að ákærur á hendur Willis væru réttlætanlegar. Sagði hann að á meðan hann væri ríkisstjóri yrði lögum og stjórnarskránni framfylgt, óháð því hver hefði af því pólitískan ávinning eða skaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×