Enski boltinn

Fagnaði sigri Arsenal eins og brjálæðingur í miðjum fréttatíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrir aftan Ciaran Jenkins sést stuðningsmaður Arsenal fagna.
Fyrir aftan Ciaran Jenkins sést stuðningsmaður Arsenal fagna.

Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu marki Declans Rice gegn Manchester United í gær vel og innilega. Fagnaðarlæti þeirra flestra bárust þó ekki alla leið í sjónvarp Breta.

Það gerðist þó í kvöldfréttum Channel Four í gær. Þar sást nefnilega stuðningsmaður Arsenal og starfsmaður Channel Four fagna sigri Arsenal sem óður væri á meðan Ciaran Jenkins las fréttirnar.

Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Arsenal skoraði tvö mörk í uppbótartíma, fyrst Declan Rice og svo Gabriel Jesus. Leikar á Emirates fóru 3-1.

Eftir sigurinn er Arsenal með tíu stig í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.


Tengdar fréttir

Stuðningsmaður Arsenal skallaði Roy Keane

Þrátt fyrir að tæp tuttugu ár séu síðan Roy Keane lagði skóna á hilluna hafa vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Arsenal ekkert aukist. Það kom bersýnilega í ljós í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×