Handbolti

Aron leiðir FH til sigurs og Val líka spáð yfirburðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur varð Íslandsmeistari í nítjánda sinn á síðasta tímabili. Ef spá forráðamanna Olís-deildar kvenna rætist verður liðið deildarmeistari með yfirburðum í vetur.
Valur varð Íslandsmeistari í nítjánda sinn á síðasta tímabili. Ef spá forráðamanna Olís-deildar kvenna rætist verður liðið deildarmeistari með yfirburðum í vetur. vísir/anton

Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor.

Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. Kynningarfundurinn hófst klukkan 12:15. Útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.

Keppni í Olís-deild karla hefst á fimmtudaginn en Olís-deild kvenna hefst á laugardaginn. Keppni í Grill 66-deildunum hefst svo síðar í mánuðinum.

FH er spáð sigri í Olís-deild karla. Aron er kominn aftur heim í Kaplakrika eftir glæstan feril í atvinnumennsku og ef marka má spánna byrjar hann strax að vinna titla með FH.

FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða.

Ef spáin rætist falla nýliðar HK og Víkings strax aftur niður í Grill 66-deildina.

Íslandsmeisturum Vals er spáð yfirburðasigri í Olís-deild kvenna. Valur fékk 167 stig af 168 mögulegum í kosningunni. Haukum er spáð 2. sætinu og deildar- og bikarmeisturum ÍBV því þriðja.

Nýliðum Aftureldingar og ÍR er spáð falli í Grill 66-deildina.

ÍR fékk 213 af 218 stigum mögulegum í kosningunni í Grill 66 deild karla. Ef spáin rætist endar Hörður í 2. sæti deildarinnar. Liðin féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili.

Selfoss er spáð 1. sætinu í Grill 66 deild kvenna og Gróttu 2. sætinu. Selfyssingar fengu yfirburðakosningu, eða 239 stig af 242 mögulegum.

Spáin í Olís-deild karla

  1. FH - 391
  2. Valur - 347
  3. Afturelding - 335
  4. ÍBV - 325
  5. Haukar - 267
  6. Fram - 254
  7. Stjarnan - 201
  8. Selfoss - 176
  9. KA - 167
  10. Grótta - 121
  11. HK - 116
  12. Víkingur - 72

Spáin í Olís-deild kvenna

  1. Valur - 167
  2. Haukar - 139
  3. ÍBV - 137
  4. Fram - 121
  5. Stjarnan - 91
  6. KA/Þór - 80
  7. Afturelding - 54
  8. ÍR - 51

Spáin í Grill 66-deild karla

  1. ÍR - 213
  2. Hörður - 179
  3. Þór - 167
  4. Fjölnir - 158
  5. Valur U - 147
  6. Haukar U - 99
  7. KA U - 88
  8. HK U - 86
  9. Víkingur U - 51
  10. Fram U - 0*

*Fram U fékk ekki stig því liðið bættist við eftir að atkvæðaseðlum hafi verið skilað inn. Fram U tók sæti Kórdrengja í deildinni.

Spáin í Grill 66-deild kvenna

  1. Selfoss - 239
  2. Grótta - 220
  3. FH - 173
  4. HK - 155
  5. Víkingur - 146
  6. Valur U - 117
  7. Fram U - 104
  8. Haukar U - 91
  9. Fjölnir - 72
  10. Berserkir - 33



Fleiri fréttir

Sjá meira


×