Íslenski boltinn

Mál Mor­ten Beck ekki lengur á borði ÍSÍ

Aron Guðmundsson skrifar
Morten Beck Andersen vann í dag fullnaðarsigur í launadeildum sínum við FH
Morten Beck Andersen vann í dag fullnaðarsigur í launadeildum sínum við FH vísir/hag

Mál Mor­ten Beck, fyrrum leik­manns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun.

Mor­ten lék með FH á árunum 2019-2021 og hefur deila hans við FH snúist um laun seinni hluta árs 2020 og árið 2021. Daninn kærði FH til aga- og úr­skurðar­nefndar KSÍ eftir þá niður­stöðu samninga- og fé­laga­skipta­nefndar sam­bandsins að samningur hans við fé­lagið hefði verið laun­þega­samningur en ekki verk­taka­samningur eins og FH hélt fram.

Aga­nefnd KSÍ dæmdi FH í kjöl­farið í fé­lags­skipta­bann, auk þess sem fé­laginu var gert að greiða sekt, FH á­frýjaði þeirri niður­stöðu til á­frýjunar­dóm­stóls KSÍ sem stað­festi þá niður­stöðu aga­nefndarinnar.

FH-ingar áttu að geta komist hjá téðri refsingu með því að ganga frá upp­gjöri við Mor­ten Beck innan 30 daga, eða á þeim tíma 15.júlí en þegar líða tók á júlí­mánuð losnaði FH undan fé­lags­skipta­banninu eftir að Viðar Hall­dórs­son, for­maður FH, hafði sent á­frýjunar­dóm­stólnum bréf sem sýndu að fé­lagið ætlaði að á­byrgjast greiðslur til Skattsins og Líf­eyris­sjóðs Verslunar­manna, vegna launa Mor­tens.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×