Innlent

Lög­regla kölluð til vegna TikTok-byssu­mynd­bands ung­linga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglan átti í nógu að standa í nótt, en sex gistu fangageymslur. Myndin er úr safni.
Lögreglan átti í nógu að standa í nótt, en sex gistu fangageymslur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina.

Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins.

Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir.

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar.

Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×