Innlent

Leita að varð­stjórum ALFA, BRAVO, DELTA og CHARLI­E

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Umsækjendur þurfa að sýna undir- og yfirmönnum „hollustu í hvívetna“.
Umsækjendur þurfa að sýna undir- og yfirmönnum „hollustu í hvívetna“. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hefur auglýst tólf yfirmannsstöður hjá sérsveitinni en um er að ræða fjórar stöður varðstjóra, fjórar stöður aðalvarðstjóra og fjórar stöður sérhópsstjóra ALFA, BRAVO, DELTA og CHARLIE.

Flest störfin eru staðsett í Reykjavík en einnig er auglýst er eftir aðalvarðstjóra og varðstjóra á Akureyri.

Allir umsækjendur þurfa að vera starfandi sérsveitarmenn og hafa að minnsta kosti þriggja til fjögurra ára starfsaldur. Þá er gerð krafa um framúrskarandi þekkingu á aðferðafræði sérsveitarinnar og eftir atvikum sérverkefnum hvers sérhóps fyrir sig.

Þannig þarf umsækjandi um stöðu sérhópsstjóra Delta að hafa gild atvinnukafararéttindi og umsækjandi um stöðu sérhópsstjóra Bravo að hafa ítarlega þekkingu á rof- og gastæknibúnaði, svo dæmi séu tekin.

Allir umsækjendur þurfa að vera „fyrirmynd í einu og öllu“; „Lead by example, lead all the time,“ segir í atvinnuauglýsingunum.

Þá er þess krafist að þeir séu hvetjandi og stuðli að jákvæðri hegðun, hafi framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, að þeir forðist ekki að ávarpa vandamál eða óæskilega hegðun, að þeir séu lausnamiðaðir og jákvæðir, svo fátt eitt sé nefnt.

Þess er einnig krafist að umsækjendur „sýni undir- og yfirmönnum hollustu í hvívetna“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×