Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­mark Þór/KA í upp­bóta­tíma sem tryggði Val titilinn

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Þór/KA í Bestu deildinni fyrr í sumar.
Frá leik Þór/KA í Bestu deildinni fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lán­lausu liði Breiða­bliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úr­­slita­­keppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fót­­bolta. Sigur­­mark Þór/KA kom í upp­­bóta­­tíma seinni hálf­­­leiks en úr­­slit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Ís­lands­­meistara­­titilinn, þriðja tíma­bilið í röð.

Leikið var á VÍS vellinum á Akur­eyri og það var á loka­andar­tökum fyrri hálf­leiks sem Karen María Sigur­geirs­dóttir kom heima­konum yfir.

Það var síðan á fyrstu mínútum seinni hálf­leiks sem fyrir­liði Þór/KA, Sandra María Jes­sen, tvö­faldaði for­ystu liðsins áður en að Agla María Alberts­dóttir minnkaði muninn fyrir Blika.

Agla María var síðan aftur á ferðinni á 77. mínútu þegar að hún jafnaði metin fyrir Breiða­blik og virtist stefna í að leikurinn myndi enda með jafn­tefli.

Una Mó­eiður Hlyns­dóttir var hins vegar ekki á þeim buxunum, hún skoraði sigur­mark leiksins fyrir Þór/KA á fyrstu mínútu upp­bóta­tíma seinni hálf­leiks. Sigur sem færði liðinu mikil­væg þrjú stig en einnig liði Vals Ís­lands­meistara­titilinn.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Þór/KA er sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar með 29 stig. Breiða­blik er hins vegar í 2. sæti með 34 stig en án sigurs eftir fyrstu tvær um­ferðirnar í úr­slita­keppninni. 

Klippa: Mark í uppbótatíma færði Þór/KA sigurinn og Val titilinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×