Innlent

Hafnaði á staur í Breið­holti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkviliðið hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins.
Slökkviliðið hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins. Vísir/Vilhelm

Fólks­bíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breið­holtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan við­bragðs­aðilar voru á vett­vangi.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu var einn maður í bílnum. Hann var fluttur á bráða­mótt­töku.

Slökkvi­liðið hefur ekki upp­lýsingar um á­verka mannsins. Beðið er eftir króki til þess að draga bílinn burt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×