Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í gámi á Álfta­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið barst um klukkan 14.
Útkallið barst um klukkan 14. Vísir/vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámi í Hestamýri á Álftanesi um klukkan 14 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er eldurinn minniháttar og var einn dælubíll sendur á vettvang frá stöð í Hafnarfirði.

Útkallið kom inn á borð slökkviliðs skömmu fyrir klukkan 14.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×