Erlent

Hraðbraut í Svíþjóð í sundur vegna jarðsigs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn af bílunum sem skemmdust. Þrír slösuðust en meiðslin eru sögð minniháttar.
Einn af bílunum sem skemmdust. Þrír slösuðust en meiðslin eru sögð minniháttar. AP/Adam Ihse

Mildi má telja að engin slasaðist alvarlega þegar stór hluti E6 hraðbrautarinnar nærri Stenungssund norðan af Gautaborg fór í sundur sökum jarðsigs í nótt.

Vegurinn fór í sundur á þremur stöðum og voru þrír fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Almenningur er hvattur til að halda sig fjarri svæðinu. Lögreglu grunar að jarðsigið gæti tengst sprengingum á nálægu byggingarsvæði og er með málið til rannsóknar.

Frá viðbragðsaðilum við hraðbrautina í nótt. AP/Björn Larsson Rosvall

Fram kemur í frétt Sænska ríkisútvarpsins að um fjórtán þúsund fermetra svæði hafi orðið fyrir áhrifum af jarðsiginu. Hundar og sérþjálfað fólk er við leit á svæðinu að gæta þess að ekkert fólk hafi orðið eftir á svæðinu.

Skemmdirnar eru töluverðar á hraðbrautinni sem liggur frá Suður-Svíþjóð norður til Noregs.AP/Adam Ihse

Nokkrar byggingar á svæðinu eru taldar hafa skemmst en óvíst er um alvarleika skemmdanna.

Óvíst er hvenær opnað verður fyrir umferð um hraðbrautina á nýjan leik.AP/Adam Ihse

Stefan Gustafsson, upplýsingafulltrúi sænsku lögreglunnar, segir skriðuna hafa farið af stað nærri nálægu byggingasvæði. Til skoðunar sé hvort framkvæmdir á svæðinu, þar á meðal sprengingar, hafi orðið til þess að jarðsigið varð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×