Íslenski boltinn

Skemmdar­verk unnin í Grinda­vík: „Ljóst að tjónið er mikið og kostnaðar­samt“

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik hjá karlaliði Grindavíkur í fótbolta
Frá leik hjá karlaliði Grindavíkur í fótbolta Knattspyrnudeild UMFG/ Petra Rós

Gríðar­legar skemmdir hafa verið unnar á á­horf­enda­stúkunni við aðal­völl knatt­spyrnu­deildar UMFG. Frá þessu greinir deildin í færslu á sam­fé­lags­miðlum og er þar sagt að tjónið sé mikið og kostnaðar­samt.

„Það var ófögur sjón sem blasti við vallarstjóranum Orra Frey Hjaltalín eftir helgina,“ segir í færslu knattspyrnudeildar Grindavíkur á samfélagsmiðlum í dag. Skemmdir höfðu verið unnar á tugum sæta í stúkunni.

Hópur af krökkum eða unglingum er sagður hafa verið að hanga í stúku félagsins og eru einhver af þeim sætum sem liggja undir skemmdum sögð hafa verið léleg eða hálfbrotin fyrir.

„En það er búið að taka c.a. 10 sæti sem ekkert var að og mölbrjóta þau, ásamt því að taka ónýtu sætin og brjóta þau algjörlega. Við viljum komast til botns í þessu máli og finna þá sem eru ábyrgir fyrir þessari eyðileggingu."

Knattspyrnudeild Grindavíkur segir ljóst að tjónið sé mikið og kostnaðarsamt. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þá eða þau sem skemmdu stúkuna er bent á að hafa samband við Orra Frey Hjaltalín, vallststjóra í Grindavík í síma 867-0255.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×