Innlent

Við­bragðs­aðilar kallaðir út eftir að maður sást ganga í sjóinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfeittleytið í nótt vegna manns sem hafði sést ganga í sjóinn á Eiðisgranda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lið strax kallað út ásamt köfurum eins og gert er í tilvikum sem þessum.

Þegar slökkvilið kom á staðinn var maðurinn í sjónum og fannst hann eftir stutta leit. 

Maðurinn varð var við viðbragðsaðilana og við það snéri hann við og kom sjálfur upp úr sjónum. Hann var ekki slasaður að sögn varðstjóra en mjög blautur og orðinn kaldur. Hlúð var að honumn og hann síðan fluttur á slysadeild þar sem hann fékk viðeigandi meðferð.

Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×