Erlent

Depar­di­eu segir mann­orði sínu hafa verið rústað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gérard Depardieu segir fjölmiðla hafa rústað mannorði sínu.
Gérard Depardieu segir fjölmiðla hafa rústað mannorði sínu. Kay Nietfeld/Getty Images

Gérard Depar­di­eu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opin­ber­lega um á­sakanir á hendur sér um meint kyn­ferðis­of­beldi og á­reitni. Hann full­yrðir að fjöl­miðlar hafi rústað mann­orði hans.

Þrettán konur hafa sakað hann hið meinta of­beldi. Þær stigu fram í apríl síðast­liðnum. Ein kvennanna var undir lög­aldri þegar hún segist hafa verið á­reitt á töku­stað af leikaranum.

Depar­diu er 74 ára gamall og lík­lega þekktastur hér á landi fyrir hlut­verk sitt sem Stein­ríkur í kvik­myndunum um ævin­týri Ást­ríks og Stein­ríks. Hann tjáir sig nú um á­sakanirnar í opnu bréfi í franska dag­blaðinu Le Figaro.

„Vegna þess mann­orðsmorðs sem ég hef orðið fyrir af hálfu dóm­stóls götunnar, þá er það eina sem ég get gert að koma sjálfum mér til varnar,“ skrifar leikarinn.

Hann hefur á­vallt neitað sök vegna málanna sem ná allt til ársins 2000. Lög­regla hóf fyrst rann­sókn á meintum brotum leikarans í ágúst árið 2018.

Þá sakaði 22 ára gömul leik­kona hann um að hafa nauðgað sér fyrr í mánuðinum. Rann­sókn þess máls er enn í gangi. Franskir fjöl­miðlar gerðu á­sakanir á hendur leikaranum að um­fjöllunar­efni fyrr á þessu ári og kom þá í ljós að fjöldi kvenna sem hafi sagst hafa orðið fyrir kyn­ferðis­of­beldi af hálfu leikarans væri þrettán.

Ein þeirra segist hafa verið auka­leikari í kvik­mynd sem Depar­diu­e lék í. Á töku­stað hafi hann sett hendi sína undir kjól hennar og reynt að komast ofan í nær­buxurnar hennar. Hún segist hafa ýtt hendi leikarans í burtu en hann varð reiður og reyndi aftur. Önnur kona lýsti því að þegar hún var sau­tján ára hafi Depar­diu­e káfað á brjóstum hennar fyrir framan fullt af fólki á töku­stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×