Innlent

Yfirgefinn alelda bíll við Krýsuvíkurveg

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vísi barst myndband af bílnum sem stóð þá í ljósum logum.
Vísi barst myndband af bílnum sem stóð þá í ljósum logum. vísir

Bíll stóð í ljósum logum skammt frá Krýsuvíkurvegi fyrr í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn hafði yfirgefinn bíllinn nánast brunnið til kaldra kola.

Vísi barst eftirfarandi myndband af vettvangi:

Slökkviliði barst ábending um klukkan tuttugu mínútur yfir sex. Að sögn varðstjóra var bílnum komið fyrir á nokkurs konar drulluslóða sem slökkviliðsmenn hættu dælubílnum ekki á. 

„Þetta var bara yfirgefinn bíll þarna sem einhver hefur kveikt í. Hann var í raun bara brunninn þegar við komum,“ segir varðstjóri í samtali við fréttastofu.

Málið er nú á borði lögreglunnar í Grindavík en ekki hefur tekist að ná sambandi við lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×