Innlent

Sótti þrjú hundruð tonna línu­veiði­skip

Atli Ísleifsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum.
Frá björgunaraðgerðum. Landsbjörg

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins. 

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að Hafbjörg hafi lagt úr höfn um eitt leitið. 

„Þegar Hafbjörgin var komin að skipinu var farið í að koma taug á milli og klukkans þrjú í nótt lagði Hafbjörg af stað til lands með skipið í togi. 

Ferðin hefur gengið nokkuð vel og eru skipin nú komin inn á Norðfjörð og eiga stutt að bryggju í Neskaupstað,“ segir í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×