Innlent

Norður­ljósa­þota Icelandair í óvenjulegri ferð vegna bilunar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hekla Aurora er klædd í norðurljósabúning. Vanalega er hún aðeins notuð í utanlandsferðir en ferjaði farþega til og frá Akureyri í dag.
Hekla Aurora er klædd í norðurljósabúning. Vanalega er hún aðeins notuð í utanlandsferðir en ferjaði farþega til og frá Akureyri í dag. Vísir/Vilhelm

Hekla Aurora, norðurljósavél Icelandair, var notuð í flugferðum innanlands til og frá Akureyri vegna bilunar í Q400-flugvél fyrirtækisins.

„Það kom upp bilun í vél, Q400-vél, sem eru hluti af innanlandsflotanum hjá okkur og við þurftum að fella niður eitt flug til og frá Akureyri frá Reykjavík,“ sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð út í það hvers vegna Hekla Aurora var stödd á Reykjavíkurflugvelli. 

„Við ákváðum að nýta þessa vél í að sameina tvö flug fram og til baka, núna í kvöld, til að koma öllum farþegunum á leiðarenda. Við erum ekki vön að nota þessar þotur í innanlandsflugi undir venjulegum kringumstæðum,“ sagði Ásdís. 

Þar sem þotan var laus hafi þau brugðið á þetta ráð í dag. Ekki liggur þó fyrir hvort bilunin á Q400-flugvélinni hafi áhrif á fleiri flugferðir á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×