Innlent

Munum stolið úr sýningar­glugga skart­gripa­verslunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla segir málið vera í rannsókn.
Lögregla segir málið vera í rannsókn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í Reykjavík í nótt eftir að rúða var brotin í skartgripaverslun. Var munum stolið úr sýningarglugga sem snýr út að götu.

Í yfirliti lögreglu er engar frekari upplýsingar að finna um málið en það sagt í rannsókn.

Gærkvöldið og nóttin virðast annars hafa verið með rólegra móti en í yfirlitinu er þess getið að einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Báðir reyndust hafa verið sviptir ökuréttindum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×