Innlent

Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Finnur Oddsson er forstjóri Haga.
Finnur Oddsson er forstjóri Haga. Vísir/vilhelm

Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stúlkan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans með brunasár í andliti eftir að skólafélagar hennar köstuðu efninu í andlit hennar. Þykir mikil mildi að ekki fór verr þökk sé viðbrögðum fólks í næsta húsi sem stúlkan leitaði til. 

Fólkið brást að sögn lögreglu hárrétt við og hellti mjólk í augun á stúlkunni og vatni sem rannsóknarlögreglumaður segir hafa bjargað sjón hennar.

Stíflueyðirinn sem ungmennin notuðu fékkst meðal annars í verslunum Hagkaups. Finnur Oddson forstjóri Haga segir að varan hafi verið tekin strax úr sölu í gærmorgun. Neyðaráætlun hafi verið sett af stað hjá fyrirtækinu sem skoðar nú að setja aldurstakmörk á ýmsar vörur sem innihalda ætandi efni líkt og umræddur stíflueyðir.


Tengdar fréttir

Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík

Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að skólafélagar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×