Fótbolti

Sigur Vals dugði ekki til í Austurríki

Smári Jökull Jónsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna. Vísir/Pawel

Valskonur tryggðu sér nú rétt í þessu 1-0 sigur á austurríska liðinu St. Pölten í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Valskonur komast þó ekki áfram í keppninni.

Einvígi Vals og St. Pölten var í raun lokið fyrir leikinn í dag þrátt fyrir að vera aðeins hálfnað. St. Pölten vann 4-0 sigur á Hlíðarenda í fyrri leiknum og því brekka Valskvenna afar brött fyrir leikinn í dag.

Þær létu það þó ekki á sig fá. Leikurinn var lengi vel markalaus en á 75. mínútu skoraði hin danska Lise Dissing sigurmark Vals. Lokatölur 1-0 en St. Pölten fer með sigur af hólmi 4-1 í einvíginu og tryggir sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Valskonur geta eflaust nagað sig í handarbökin vegna úrslitanna í fyrri leiknum. Í viðtali fyrir fyrri leikinn sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals að stefnan væri að reyna að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar til það myndi takast. 

Við munum því eflaust sjá Valskonur gera aðra atlögu að sæti í riðlakeppninni að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×