Innlent

Al­var­legt bíl­slys á Breið­holts­braut í gær­kvöldi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð um klukkan 23:30 í gærkvöldi. Myndin er úr safni.
Slysið varð um klukkan 23:30 í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Breiðholtsbraut í Reykjavík, rétt austan við Ögurhvarf, seint í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir bílar hafi þar skollið saman og hafi þeir skemmst talsvert.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru tveir fluttir af vettvangi og á bráðamóttöku Landspítalans en beita þurfti klippum til að ná einum út úr öðrum bílnum.

„Lögregla telur sig vita hvernig slysið kom til en málið er í rannsókn. Miðað við upplýsingar sem bókari hefur voru samtals fjórir aðilar í bifreiðunum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×