Íslenski boltinn

Dusan Brkovic skrifaði undir eins árs samning við FH

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dusan Brkovic klæðist hér gulri treyju en mun spila hvítklæddur á næsta tímabili.
Dusan Brkovic klæðist hér gulri treyju en mun spila hvítklæddur á næsta tímabili. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

FH hefur tilkynnt um félagsskipti Dusan Brkovic frá KA. Miðvörðurinn skrifar undir eins árs samning við fimleikafélagið.  

Þessi 34 ára gamli serbneski miðvörður hefur leikið þrjú tímabil í Bestu deildinni með KA frá því hann gekk til liðs við félagið frá serbneska félaginu FK Radnik fyrir tímabilið 2021. Þar áður spilaði hann með ýmsum félögum í Lettlandi, Ungverjalandi og Ísrael. 

Frá komu hans til KA hefur Dusan spilað 85 leiki í öllum keppnum, skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar. Leikmaðurinn rann út á samning við KA þegar tímabilinu lauk.

Félagsskiptin voru svo tilkynnt fljótlega eftir að Hans Viktor Guðmundsson var staðfestur sem nýr leikmaður KA í gær. Honum er væntanlega ætlað að leysa hlutverk Dusans í hjarta varnarinnar. 


Tengdar fréttir

Hans Viktor í KA

Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×