Innlent

Meira álag á fullu tungli

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Á Facebooksíðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að meira álag sé í sjúkraflutningum þegar er fullt tungl.
Á Facebooksíðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að meira álag sé í sjúkraflutningum þegar er fullt tungl. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinur finnur fyrir auknu álagi í sjúkraflutningum þegar hittir á fullt tungl. 

Mikið hefur verið að gera í sjúkraflutningum undanfarna daga hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhring var engin undantekning þar á, en alls var farið í 127 flutninga, þar af 25 á forgangi. 

Dælubílar fóru í þrjú verkefni. Tvö voru tengd minniháttar vatnslekum í heimahúsum. Þá var farið í útkall vegna bílabruna á Barónsstíg þar sem tveir bílar eyðilögðust.

Sturlun af völdum tunglsins

Í kvöld verður fullt tungl. Á facebook síðu Slökkviliðsins kemur fram að meira sé að gera á sjúkrabílunum þegar þannig stendur á.

Fólk er hvatt til að fara varlega nú þegar er fullt tungl. Vísir/Vilhelm

„Enska orðið lunatic (ísl. - brjálæðingur) er dregið af latneska orðinu Lunar (ísl. - Tungl.) Lunatic merkti upphaflega manneskju sem haldin var tunglgeggjun sem var talin vera einhvers konar sturlun af völdum tunglsins og haldast í hendur við fullt tungl,“ segir í færslunni.“

Fólk er því hvatt til að fara hægt um gleðinnar dyr í kvöld og fara varlega í hrekkjavökuskemmtunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×