Innlent

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Eldurinn mun hafa verið að mestu slökktur en verið er að ganga úr skugga um að hann hafi ekki dreift meira úr sér í þakinu.
Eldurinn mun hafa verið að mestu slökktur en verið er að ganga úr skugga um að hann hafi ekki dreift meira úr sér í þakinu. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa ráðið niðurlögum elds sem kom upp í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2 á Höfða. Verið var að leggja pappa á hluta þaks hússins þegar eldurinn kviknaði.

Eldurinn hefur verið slökktur en þegar útkallið barst um klukkan hálf ellefu, þótti eldurinn líta illa út. Því var allt tiltækt lið kallað út. Um er að ræða stórt húsnæði þar sem bifreiðaverkstæði N1 er til húsa og verslun Rekstrarvara.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir töluverðan reyk og eld hafa verið í þakinu og að slökkviliðsmenn hafi þurft að rjúfa hluta þaksins. Eldurinn dreifðist ekki úr þakinu en reykur barst á lager í húsinu.

Töluvert tjón var á þakinu. Ekki er hægt að segja um tjón vegna reyks enn sem komið er en enginn reykur barst inn í verslunina og ekki heldur inn á verkstæðið.

Jón Viðar segir umrædda lóð eiga nokkuð slæma sögu. Réttarhálsbruninn svokallaði hafi kviknað á sömu lóð árið 1989, en það er einn af stærri eldsvoðum Íslands. Fimm þúsund fermetra hús brann nánast til grunna.

Fréttin hefur verður uppfærð.

Vísir/Vilhelm



Vísir/Vilhelm



Vísir/Vilhelm





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×