Viðskipti innlent

Þekktur flug­greinandi lofar „krafta­verk“ Play

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fluggreinandinn segir Play hafa gert kraftaverk.
Fluggreinandinn segir Play hafa gert kraftaverk. Vísir/Vilhelm

Norski fluggreinandinn Hans Jørgen Elnæs segir flugfélagið Play hafa gert „kraftaverk“ með því að hafa skilað hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi.

Hann segir að Play hafi litið vel út á yfirstandandi ársfjórðungi en niðurstaðan hafi ekki komið í ljós fyrr en niðurstöðurnar voru kynntar.

„Samkvæmt mínum gögnum er þetta í fyrsta skipti sem evrópskt lággjaldaflugfélag, sem starfar á hinum mjög svo samkeppnishæfa Norður-Atlantshafsmarkaði, hefur skilað arðbærri ársfjórðungsniðurstöðu (á hagnaði eftir skatta). Vel gert hjá Play og „skál,“ eins og ég býst við að hafi verið gert til að fagna áfanganum,“ segir Hans Jørgen í færslu á Linkedin og bætir við að spennandi verði að sjá niðurstöður úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs lággjaldaflugfélagsins Norse Atlantic, sem kynnt verður 31. október næstkomandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×