Innlent

Fjórðungur um­sækj­enda um iðn­nám fær synjun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Iðnaðarmenn hafa þungar áhyggjur af því hve fáir hafa skráð sig í iðnnám síðustu ár.
Iðnaðarmenn hafa þungar áhyggjur af því hve fáir hafa skráð sig í iðnnám síðustu ár. Vísir/vilhelm

Af þeim 2.460 sem sóttu um að komast í iðnnám í haust var 556 hafnað. Samtök iðnaðarins segja nauðsynlegt að fjölga plássum en það hafi ekki gerst þrátt fyrir aukna aðsókn.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Und­an­far­in ár hef­ur um 600-1.000 nem­end­um verið vísað frá iðnnámi sam­an­lagt á haust- og vorönn vegna þess að iðnnáms­skól­arn­ir hafa ekki getað tekið við nema hluta nem­enda. Sam­hliða auk­inni aðsókn í námið hef­ur hlut­fall þeirra sem er hafnað auk­ist. Það hef­ur ekki tek­ist að fylgja aukn­um áhuga og aðsókn með nægj­an­leg­ur fram­boði af nem­apláss­um. Að mati SI er þetta mjög slæm þróun þar sem á sama tíma og veru­leg­ur skort­ur er á fag­menntuðu vinnu­afli kom­ast færri að í iðnnám en vilja,“ seg­ir í grein­ingu Samtaka iðnaðarins, sem fjallað verður um á mannvirkjaþingi SI í dag.

Í greiningunni segir að metfjöldi, 2.940 einstaklingar, hafi útskrifast úr iðnnámi á síðustu þremur skólaárum. Brautskráðum hafi fjölgað um 70 prósent síðustu fimm ár.

Enn sé þó skortur á iðnmenntuðu starfsfólki og meðalaldur í sumum greinum hár.

Í greiningunni segir að tryggja þurfi verk- og starfsmenntaskólum fjármagn og auka áherslu á iðnám um allt land. Þá mætti skoða möguleika á borð við kvöldnám til að koma til móts við fólk á öllum aldri.

„Fólk sæk­ir í það nám sem er í boði í sinni heima­byggð. Skól­ar gætu nýtt fyr­ir­tæki meira í kennslu þar sem þau eru í flest­um til­vik­um miklu bet­ur tækj­um búin en skól­arn­ir sjálf­ir. Einnig mætti huga að auknu sam­starfi milli skóla og tæki­færi til að inn­leiða nýja mennta­tækni og nýta fjar­kennslu eða dreif­nám til að gera nem­end­um kleift að stunda nám í heima­byggð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×