Fótbolti

Sá fyrsti á fimm­tugs­aldri til að skora í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe fagnar sögulegu marki sínu í gærkvöldi.
Pepe fagnar sögulegu marki sínu í gærkvöldi. Getty/Jose Manuel Alvarez

Portúgalinn Pepe setti nýtt met i Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði seinna markið í 2-0 sigri Porto á Royal Antwerpen.

Pepe varð þar með elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar og hann varð líka um leið sá fyrsti á fimmtugsaldri sem nær að skora í deildinni.

Pepe var í gær 40 ára og 254 daga gamall og hann bætti því gamla metið um meira en tvö ár.

Francesco Totti átti áður metið en hann var 38 ára og 59 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Roma á móti CSKA Moskvu í nóvember 2014 eða fyrir tæpum níu árum síðan.

Þar áður var methafinn Ryan Giggs sem var 37 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Manchester United á móti Benfica í september 2011.

Olivier Giroud komst líka inn á topp átta í gærkvöldi þegar hann tryggði AC Milan 2-1 sigur á Paris Saint-Germain en Frakkinn var í gær 37 ára og 38 daga gamall.

Pepe átti þegar metið yfir að vera elsti útileikmaðurinn í sögu keppninnar. Hann bætti það met í síðasta leik á móti Royal Antwerpen 25. október síðastliðinn.

Pepe hefur spilað með Porto frá árinu 2019 en þegar hann lék með Real Madrid frá 2007 til 2017 þá vann hann Meistaradeildina þrisvar sinnum.

Makrið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×