Sport

Valdi tvo reynslubolta frá Ís­landi í CrossFit liðið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir verða saman í liði á mótinu í Birmingham.
Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir verða saman í liði á mótinu í Birmingham. @bk_gudmundsson og @thurihelgadottir

Bandaríska CrossFit konan Danielle Brandon vildi hafa íslenska CrossFit íþróttamenn í sínu liði á Pro CrossFit Showdown mótinu sem fer fram í desember í Birmingham í Englandi.

Þrír fyrirliðar á mótinu, Danielle Brandon frá Bandaríkjunum, Emma Lawson frá Kanada og Ella Wunger frá Svíþjóð völdu í sín lið fyrir þessa spennandi liðakeppni. Liðin þrjú bera nafnið Team Brandon, Team Lawson og Team Wunger.

Hver fyrirliði fékk að velja sér fimm íþróttamenn úr þeim hópi sem höfðu samþykkt þátttöku á mótinu.

Liðin munu keppa á þremur dögum í desember þar ein æfing er á föstudegi og svo tvær æfingar á bæði laugardegi og sunnudegi.

Brandon hefur trú á íslenska fólkinu því hún valdi bæði Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríði Erlu Helgadóttur í liðið sitt.

Björgvin Karl og Þuríður Erla eru með reyndari keppendum mótsins. Björgvin hefur farið á tíu heimsleika í röð, fimm sinnum verið meðal fimm efstu og tvisvar komist á verðlaunapall.

Þuríður hefur keppt átta sinnum á heimsleikum þar af sjö sinnum sem einstaklingur. Hún náði best níunda sætinu á heimsleikunum 2019 en endaði í 22. sæti á síðustu heimsleikum sínum sem var árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×