Innlent

Eldur í bif­reið og rúmi og maður fastur uppi á þaki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bíllinn brann til kaldra kola.
Bíllinn brann til kaldra kola. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Næturvakt slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu fór í fjögur útköll á dælubílum í nótt, meðal annars að Stekkjarbakka í Reykjavík, þar sem eldur hafði kviknaði í bifreið.

Tveir dælubílar voru sendir á staðinn en mikil hætta var talin á því að eldurinn myndi læsa sig í fleiri bifreiðar. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins tókst að koma í veg fyrir það.

Slökkviliðið sinnti einnig útkalli vegna manns sem var fastur uppi á þaki en tókst á endanum að komast niður óslasaður. Þá var einnig farið í reykræstingu þar sem kvinaði hafði í rúmi út frá sígarettu.

Sjúkraflutningar voru 133 síðasta sólahringinn, þar af 30 í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×