Innlent

Sjúk­lingar biðu í sjúkra­bíl fyrir utan spítalann

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sjúkrabíll við Landspítalann í Fossvogi.
Sjúkrabíll við Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Sjúklingar sem fluttir voru með sjúkrabíl á slysadeild undanfarinn sólarhring þurftu á tímabili í gær að bíða fyrir utan slysadeild í rúmar þrjátíu mínútur í sjúkrabílunum, svo hægt væri að taka á móti þeim á deildinni.

„Venjulega erum við í 120 til 130 sjúkraflutningum á sólarhring en í gær voru þeir 155,“ segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Hann segir að mikið álag hafi verið í sjúkraflutningum undanfarna daga en fjöldinn hafi verið mestur undanfarinn sólarhring. Um hafi verið að ræða margskonar slys.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sjúkraflutningamenn hafa þurft að bíða fyrir utan slysadeild vegna anna. Í júní í fyrra greindi Vísir frá því þegar sex sjúkrabílar biðu í röð fyrir utan Landspítalann.

Sagði Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við tilefnið að slíkt kæmi einstöku sinnum fyrir. Sjaldgæft væri að biðröðin væri eins löng og þar síðasta sumar.


Tengdar fréttir

Sex sjúkra­bílar biðu í röð fyrir utan Land­spítala

Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×