Fótbolti

Ingi­björg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er Noregsmeistari með Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er Noregsmeistari með Vålerenga. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar.  

Leik Vålerenga lauk með 3-1 sigri gegn Stabæk, þær lentu snemma undir en unnu sig til baka, skoruðu tvö undir lok fyrri hálfleiks og eitt í seinni til að tryggja sigurinn. 

Leikmenn biðu svo frétta úr viðureign Rosenborg gegn LSK. Rosenborg þurfti sigur til að halda Vålerenga innan við þremur stigum frá sér og eiga möguleika á titlinum í lokaumferðinni. Þær komust snemma yfir en jöfnunarmark Irene Dirdal fyrir LSK í seinni hálfleik tryggði Vålerenga titilinn. 

Rosenborg og Vålerenga mætast í næstu og síðustu umferð deildarinnar, allt stefndi í hreinan úrslitaleik ef Rosenborg hefði unnið í dag, en ekkert verður úr því. 

Vålerenga varð síðast deildarmeistari árið 2020 en það var í fyrsta skipti í sögunni, Rosenborg bíður enn eftir sínum fyrsta meistaratitli. 

Rosenborg gefst tækifæri á hefndum þegar liðin mætast í úrslitaleik bikarsins þann 26. nóvember. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×