Fótbolti

Þjálfaraferill Guð­bjargar hefst ná­lægt heimaslóðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir fagnar góðum sigri með íslenska landsliðinu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir fagnar góðum sigri með íslenska landsliðinu. vísir/daníel

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur þjálfaraferilinn nánast á sama stað og leikmannaferilinn hófst.

Guðbjörg er markvarðaþjálfari yngri kvennalandsliða Svíþjóðar. Hún fer með U-18 ára landsliðinu til Íslands í lok mánaðarins.

Sænsku stelpurnar munu spila tvo æfingaleiki gegn Íslandi í Miðgarði í Garðabæ sem er steinsnar frá Kaplakrika þeirra FH-inga þar sem Guðbjörg er uppalinn. Hún benti á þessa skemmtilegu tilviljun á Twitter í gær.

„Kaldhæðni örlaganna að minn fyrsti landsleikur sem þjálfari sé gegn Íslandi og aðeins nokkrum kílómetrum frá Kaplakrika þar sem ég ólst upp. Eiginlega of magnað - lítill heimur. Ég sagðist „aðeins“ þekkja til þarna,“ skrifaði Guðbjörg.

Guðbjörg lék með FH þar til hún gekk í raðir Vals 2003. Hún lék 64 landsleiki á árunum 2004-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×