Innlent

Þurfi ekki mikil á­tök til að kvikan nái til yfir­borðs

Árni Sæberg skrifar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir að staðan á Reykjanesi í dag sé svipuð og hún hefur verið. Það dragi úr aflögun og skjálftavirkni með hverjum degi sem líður.

Kvikugangurinn víkki og dýpki en minnkandi virkni bendi til þess að kvikan sé komin ofarlega í jarðskorpuna. Það þurfi ekki mikil átök til að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborðið. Líklegasti staðurinn fyrir eldgos sé á svæðinu vestan við Hagafell. Þetta sagði Kristín á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13.

Þá sagði hún að hraun geti runnið í átt að Svartsengi og Grindavík eða í norður og austur. Það fari eftir því hvar hraunið kemur upp. Loks sagði hún að virkt tímabil með ítrekuðum eldgosum geti varið í áratugi á Reykjanesskaganum.


Tengdar fréttir

Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi.

Kvikugasið staðfesti að kvikan liggi grunnt

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugasið sem mældist í borholu í Svartsengi staðfesti að kvika sé staðsett grunnt austan við Þorbjörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×