Fótbolti

Andri Lucas tryggði Lyng­by dramatískt jafn­tefli

Siggeir Ævarsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar einu marka sinna með Lyngby á tímabilinu
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar einu marka sinna með Lyngby á tímabilinu Vísir/Getty

Íslendingahersveit Freys Alexanderssonar hjá Lyngby nældi í jafntefli á síðustu stundu þegar Bröndy sótti liðið heim í dönsku úrvalsdeildinni í dag en lokatölur leiksins urðu 3-3.

Það var lánsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir mikinn darraðadans í teignum þegar 95 mínútur voru komnar á leikklukkuna.

Gestirnir komust í 0-2 en Casper Winther minnkaði muninn á 67. mínútu og var það Sævar Atli Magnússon sem lagði upp markið. Kolbeinn Finnsson var einnig í byrjunarliði Lyngby. 

Síðustu tíu mínútur leiksins voru ansi fjörugar. Magnus Jensen jafnaði 2-2 með marki á 84. mínútu en gestirnir frá Bröndby komust aftur yfir á 89. mínútu með marki frá Sean Klaiber. Andri var svo hetja kvöldsins þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 96. mínútu, hans sjötta mark í deildinni.

Bröndby misstu af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er tveimur stigum á eftir FCK, sem tapaði sínum leik í umferðinni. Bröndby hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum liðsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×