Fótbolti

Sverrir fær mikið lof fyrir við­brögð sín á erfiðri stundu fyrir Alexander

Aron Guðmundsson skrifar
Auk þess að vera fastamaður í íslenska landsliðinu leikur Sverrir Ingi með danska úrvalsdeildarfélaginu FC Midtjylland
Auk þess að vera fastamaður í íslenska landsliðinu leikur Sverrir Ingi með danska úrvalsdeildarfélaginu FC Midtjylland Vísir/Getty

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Sverrir Ingi Inga­son, leik­maður danska úr­vals­deildar­fé­lagsins FC Mid­tjylland fær mikið lof á sam­fé­lags­miðlum eftir að hann tók sig til og hug­hreysti Alexander Lind, leik­mann Sil­ke­borgar í leik liðanna á dögunum.

Ó­heppi­legt at­vik átti sér stað á 39.mínútu í leik Mid­tjylland og Sil­ke­borgar er hné Alexanders fór af miklu afli í höfuð Martin Fraisl, mark­varðar Mid­tjylland.

Fraisl missti með­vitund um stund og var ljóst á myndum frá vellinum að dæma að at­vikið hafði mikil á­hrif á Alexander sem var niður­brotinn á vellinum.

Þá steig Sverrir Ingi, liðs­fé­lagi Fraisl hjá Mid­tjylland, inn í og hug­hreysti Alexander. Fær hann mikið lof fyrir það á sam­fé­lags­miðlinum X þar sem klippunni af því þegar að hann hug­hreystir Alexander var deilt.

Sverrir Ingi tjáði sig um at­vikið í við­tali við Viaplay eftir leik.

„Þetta er á­kaf­lega erfið staða að vera í þar sem þeir voru báðir að renna sér í átt að knettinum. Ég finn til með Alexander þar sem að ég veit að þetta var ó­vilja­verk. Hann er ungur að árum, á fram­tíðina fyrir sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×