Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30.

Orkumálaráðherra segir óásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það sé einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Heimir Már ræðir við ráðherra og fer yfir helstu tíðindi dagsins á Alþingi í beinni útsendingu.

Við verðum einnig í beinni frá Veðurstofunni, þar sem vísindamenn eru nýkomnir heim frá Grindavík. Enn eru taldar líkur á eldgosi þó að skjálftavirkni hafi dregist saman.

Þá hittum við forystuærina Flugfreyju og eiganda hennar Guðna Ágústsson - og verðum í beinni frá málþingi helguðu baráttukonunni Guðrúnu Jónsdóttur, þar sem eldfim erindi verða á dagskrá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×