Lífið

Lygi­leg breyting á í­búð í söluferli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona leit íbúðin út.
Svona leit íbúðin út.

Það hafa mjög margir áhuga á fasteignamarkaðnum og eru Íslendingar reglulegir gestir inni á fasteignasíðu Vísis til að mynda.

Það virðist sem svo að eignir sitji lengur á markaðnum í dag en fyrir tveimur til þremur árum. 

Sindri Sindrason fór á dögunum í heimsókn í íbúð í Rimahverfinu í Grafarvoginum og fór yfir ákveðna hluti með Páli Hreiðari Pálssyni fasteignasala hvernig hægt sé að gera íbúð meira spennandi í augum fólks.

 Allir vilja mögulega besta verðið fyrir sínar eignir og fór Páll vel yfir það hvernig það sé hægt. En í innslaginu fyrir nokkrum vikum var farið yfir þessar leiðir og eignin skoðun í fyrir sölubreytingar.

Aftur á móti í Íslandi í dag í gærkvöldi var komið að því að sjá hvernig hægt var að breyta þessari smekklegu íbúð með litlum tilkostnaði, og mögulega fá seljendur í kjölfarið meira fyrir hana.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Íslandi í dag þar sem áhorfendur sáu hvað er hægt að gera til að auka líkur á sölu og mögulega fá meira fyrir en áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinn á Stöð 2+ og á í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Lygileg breyting á íbúð í söluferli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×