Lífið

Lára Jóhanna selur fal­lega hæð í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lára Jóhanna hefur innréttað heimilið á einstaklega sjarmerandi máta.
Lára Jóhanna hefur innréttað heimilið á einstaklega sjarmerandi máta.

Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur sett fallega fjögurra herbergja hæð við Tómasarhaga 19 í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 118,9 milljónir. 

Um er að ræða bjarta og mikið endurnýjaða 158 fermetra eign með sérinngangi í húsi sem var reist árið 1957.

Samkvæmt fasteignavef Vísis skiptist eignin í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og 30 fermetra bílskúr sem er innréttaður sem íbúð.

Húsið er staðsett á vinsælum stað í Veturbæ Reykjavíkur.Pálsson

Grænir tónar og antík

Björt rými, grænir litatónar og fallegar antíkmublur í bland við nýjar gefa heimili leikkonunnar sjarmerandi yfirbragð. Í stofunni má sjá veglegt píanó og fagur bláan hægindastól sem fangar augað um leið. 

Í eldhúsi er hvít L-laga innrétting með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir til suðurs. Stofurnar eru afar bjartar með stórum gluggum og parketi á gólfi.

Brúnn viður og dökkgrænn gefur rýminu hlýlegt yfirbragð.Pálsson
Sjarmerandi antíkmublur í stofunni.Pálsson
Borðstofan er björt og rúmgóð.Pálsson
Opið er milli stofu, borðstofu og eldhúss.Pálsson
Eldhúsið er rúmgott með fallegri hvítri innréttingu.Pálsson
Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni með parktet á gólfum.Pálsson
Barnaherbergið er fallega innréttað.Pálsson

Bílskúrinn er innréttaður sem stúdíóíbúð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í rúmgott alrými með eldhúsinnréttingu, parketi á gólfi, baðherbergi og gluggum á þrjá vegu. 

Pálsson

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×