Innlent

Leigutorg opnað fyrir Grind­víkinga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hundrað og fimmtíu íbúðir hafa verið skráðar á leigutorgið og mun bætast áfram þar við.
Hundrað og fimmtíu íbúðir hafa verið skráðar á leigutorgið og mun bætast áfram þar við. Vísir/Vilhelm

Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 

Hundrað og fimmtíu íbúðir verða auglýstar í fyrstu lotu og eru þær á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og víðar. Áfram verður svo tekið við skráningum íbúða á vefnum.

Fram kemur í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum að samningar sem gerðir eru á vettvangi leigutorgsins séu milli leigusala og leigjenda. Ríkið veiti íbúum jafnframt sérstakan húsaleigustyrk í samræmi við nýsett lög um það. 

Aðgerðin er hluti af húsnæðisstuðningi ríkisins við Grindvíkinga. Torgið er aðeins opið þeim sem höfðu skráð lögheimili í Grindavík 10. nóvember síðastliðinn og þarf rafræn skilríki til að komast inn á torgið.


Tengdar fréttir

Leita logandi ljósi að húsnæði fyrir hundrað grindvísk börn

Um 380 Grindvíkingar, þar á meðal hundrað börn, eru ekki með öruggt húsnæði yfir jólahátíðina. Bæjarstjórinn segir allt gert til að finna húsnæði fyrir fólkið til lengri tíma. Aðventugleði Grindvíkinga fer fram síðdegis.

Setja á fót leigu­torg að­eins ætlað Grind­víkingum

Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum.

Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum

Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×