Erlent

Ís­land lýsir yfir stuðningi við for­dæma­lausa á­kvörðun Guter­res

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í kvöld að íslensk stjórnvöld hefðu skrifað undir sameiginlegt bréf Norðurlandanna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem er lýst yfir stuðningi við ákvörðun Antonio Guterres um að krefja ráðið um aðgerðir.
Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í kvöld að íslensk stjórnvöld hefðu skrifað undir sameiginlegt bréf Norðurlandanna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem er lýst yfir stuðningi við ákvörðun Antonio Guterres um að krefja ráðið um aðgerðir. Sameinuðu þjóðirnar

Norðurlöndin sendu í dag sameiginlegt bréf til forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og lýstu yfir stuðningi við ákvörðun Antonio Guterres, aðalritara samtakanna, að krefja öryggisráðið með formlegum hætti um viðbrögð við þeirri ógn við heimsfrið sem átökin á Gaza eru.

Þetta kemur fram í færslu sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, deildi á Facebook fyrr í kvöld.

Þar segir hún að í yfirlýsingunni þrýsti Norðurlöndin á að Öryggisráðið beiti sér „til að stöðva þær skelfilegu mannúðarhörmungar sem blasa við okkur“.

Í fyrradag, 6. desember, virkjaði Guterres 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á Gasasvæðinu. Aðeins einu sinni áður hefur verið gripið til grein­ar­inn­ar.

„Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. Fordæmalaust ástandi krefðist þess að hann virkjaði þessa fordæmalausu grein.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×