Erlent

Alls­herjar­þing SÞ hittist á neyðarfundi vegna á­standsins á Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ísraelar hafa látið sprengjukúlunum rigna yfir Gasa svæðið um helgina.
Ísraelar hafa látið sprengjukúlunum rigna yfir Gasa svæðið um helgina. AP Photo/Leo Correa

Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað.

Hamas samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að engum gíslanna verði sleppt úr þessu, nema komið verði til móts við kröfur þeirra um að föngum í ísraelskum fangelsum verði sleppt. Ísraelsmenn segja að enn séu 137 í haldi Hamas en um sjöþúsund Palestínumenn eru í fangelsum í Ísrael.

Forsætisráðherra Katar, sem hefur leitt viðræður á milli hinna stríðandi aðila segir að áfram sé unnið að vopnahléi en að ástandið hafi þó versnað til muna síðustu daga sem dragi úr líkunum á því að hægt verði að semja á næstunni.

Kallað hefur verið til neyðarfundar hjá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem ástandið á Gasa verði rætt en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu á föstudaginn þegar öryggisráðið tók fyrir ályktun um tafarlaust vopnahlé.

Allir hinir meðlimir ráðsins greiddu atkvæði með vopnahléi, að Bretum undanskildum, sem sátu hjá.


Tengdar fréttir

Segir nánast ó­mögu­legt að koma hjálpar­gögnun inn á Gasa

Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.

Banda­ríkin ein­angruð og al­þjóða­sam­fé­lagið verði að grípa inn í

Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×