Körfubolti

Kefla­vík, KR og Álfta­nes flugu á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Halldór Garðar Hermansson var frábær í liði Keflavíkur í kvöld.
Halldór Garðar Hermansson var frábær í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Vilhelm

Keflavík, KR og Álftanes eru komin í 8-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Öllu unnu góða sigra í kvöld.

Keflavík vann öruggan sigur á Selfossi, lokatölur á Suðurlandi 87-103. Halldór Garðar Hermannsson fór fyrir Keflavík en hann skoraði 28 stig í kvöld. Þar á eftir kom Marek Dolezaj með 22 stig. Hjá heimamönnum Arnór Eyþórsson 15 stig.

KR lagði Þrótt Vogum örugglega í Vesturbænum, lokatölur í stórskemmtilegum leik 123-99. Troy Cracknell átti ótrúlegan leik í liði KR, hann skoraði 58 stig og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Dani Koljanin með 24 stig og 10 fráköst. Hjá Þrótti skoraði Magnús Traustason 27 stig.

Álftanes vann Fjölni nokkuð örugglega, lokatölur 92-78. Ville Tahvanainen var stigahæstur í sigurliðinu með 25 stig. Þar á eftir kom Douglas Wilson með 21 stig og 10 fráköst. Lewis Diankulu var stigahæstur hjá Fjölni með 25 stig og 10 fráköst.

Liðin átta sem eru komin í átta liða úrslit VÍS-bikars karla eru því: KR, Keflavík, Álftanes, Höttur, Tindastóll, Stjarnan, Valur og Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×