Lífið

Ein­stakt heimili Margrétar á Akur­eyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét með fallegt jólatré heima í stofu.
Margrét með fallegt jólatré heima í stofu.

Margrét Jónsdóttir leirlistakona kann að gera aðventuna alveg einstaka á mjög einfaldan og spennandi máta.

Hún til dæmis er með mjög sérstakt og fallegt aðventu jólatré fram að jólum sem nær að blómstra á einstakan hátt og svo er hún með lifandi grænt tré yfir sjálf jólin.

Og heimili hennar á Akureyri er algjör hönnunarperla í nútímalegum arkitektúr hússins og þar inni er náttúrulegur klassískur stíll sem ræður ríkjum.

Vala Matt fór og heimsótti Margréti í þetta einstaka hús í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að sjá hennar nýjustu verkefni og einstaka bók hennar Desember þar sem hægt er að fá innblástur og skemmtilegar og einfaldar hugmyndir fyrir aðventuna.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Með mjög sérstakt og fallegt aðventu jólatré fram að jólum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×