Körfubolti

Blikar draga kvenna­liðið úr keppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik hefur dregið lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta.
Breiðablik hefur dregið lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Vísir/Vilhelm

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að félagið hafi ákveðið að draga kvennalið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að þrjár af lykilleikmönnum meistaraflokks óskuðu eftir að verða leystar undan samningi við félagið.

„Stjórn og leikmenn hafa rætt næstu skref ítarlega og farið yfir hvaða möguleikar eru í þeirri erfiðu, og satt að segja sorglegu, stöðu sem nú er upp komin hjá okkur,“ segir í tilkynningu Breiðabliks.

„Það er því með þungum hug sem við tilkynnum að niðurstaðan er sú að Breiðablik neyðist til að draga liðið úr keppni í Subway deild kvenna. Þessi ákvörðun er ekki tekin af neinni léttúð heldur að vel yfirlögðu ráði þar sem allir mögulegir kostir hafa verið rækilega skoðaðir og ræddir í þaula. Staðan er einfaldlega sú að það eru ekki nógu margir leikmenn til að halda úti æfingum, hvað þá liði í efstu deild,“ segir enn fremur.

Breiðablik situr í næst neðsta sæti Subway-deildar kvenna að þrettán umferðum loknum með aðeins tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×