Innlent

Lög­reglan á Akur­eyri leitar manns með heilabilun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn fór úr Suðurbrekkunni á Akureyri síðdegis en hann býr í Giljahverfi.
Maðurinn fór úr Suðurbrekkunni á Akureyri síðdegis en hann býr í Giljahverfi. Vísir/Tryggvi Páll

Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir manni um sjötugt, sem þjáist af heilabilun. Maðurinn er talinn hafa farið fótgangandi úr húsi á Suðurbrekkunni á Akureyri síðdegis en hann á heima í Giljahverfi.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að maðurinn sé líklega klæddur í gráar, síðar íþróttabuxur, dökka úlpu og með græna prjónahúfu á höfði. Hann er um 190 cm á hæð. 

Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir að hringja í neyðarlínuna, í síma 112. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×