Innlent

Þrír sjúkra­bílar sendir á Hólms­heiði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ekki liggur fyrir hvers vegna bílarnir voru kallaðir út.
Ekki liggur fyrir hvers vegna bílarnir voru kallaðir út. vísir/vilhelm

Þrír sjúkrabílar voru kallaðir til vegna atviks á Hólmsheiði í kvöld.

Varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá útkallinu. 

Frekari upplýsingar um málið fengust ekki frá varðstjóra en fyrir liggur að viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til vegna atviks í fangelsinu á Hólmsheiði. 

Uppfært kl. 22:10:

Að sögn Elínar Agnesar Kristinsdóttur aðstoðaryfirlögreglusþjóns var um að ræða hnífstungu í sumarhúsabyggð á Hólmsheiði. Hinn særði hlaut ekki lífshættulega áverka og rannsókn beinist að einum geranda sem var handtekinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×