Enski boltinn

Haaland sækir um einka­rétt á skamm­stöfun sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland er ein stærsta íþróttastjarna heims.
Erling Haaland er ein stærsta íþróttastjarna heims. getty/Yasser Bakhsh

Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur sótt um einkarétt á skammstöfun sinni í Noregi.

Haaland á sannarlega fyrir salti í grautinn en auk þess að fá 865 þúsund pund í vikulaun hjá City er hann með fjölda styrktarsamninga, meðal annars við Nike, Samsung í Noregi, Dolce and Gabbana og Viaplay.

Haaland gæti líka verið freistað þess að brjóta sér leið inn á tískumarkaðinn með eigin vörum, eins og sólgleraugum, joggingbuxum, snyrtivörum og snjallúrum.

Hann hefur því sótt um einkarétt á skammstöfun sinni, EBH (Erling Braut Haaland), í Noregi.

Framherjinn hefur misst af síðustu fimm leikjum City vegna meiðsla. Næsti leikur liðsins er gegn Everton á Goodison Park í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×