Erlent

Gantz hótar á­tökum við Hezbollah

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gantz, sem er andstæðingur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra kom inn í þjóðstjórnina í Ísrael sem komið var á laggirnar eftir árás Hamas.
Gantz, sem er andstæðingur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra kom inn í þjóðstjórnina í Ísrael sem komið var á laggirnar eftir árás Hamas. Alexi J. Rosenfeld/Getty Images

Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram.

Gantz segir að stjórnvöld í Líbanon og heimurinn allur verði að bregðast við árásum vígamanna sem skjóta eldflaugum á norðurhluta Ísraels frá Líbanon. Tíminn sé að renna út og ef ekkert verði að gert stefni í átök á landamærunum.

Árásum frá Líbanon hefur fjölgað frá 7. október þegar Hamas samtökin gerðu árás á Ísrael frá Gasa og óttast sérfræðingar að átökin geti þannig breiðst út um svæðið. 

Ísraelar hafa margoft gert árásir á vígamenn handan landamæranna að Líbanon síðustu vikur en Gantz virðist nú hóta beinni hernaðarlegri íhlutun ef árásunum linnir ekki.


Tengdar fréttir

Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum

Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×