Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti.

Þá verður rætt við palestínskan unglingsstrák sem svaf í tjaldi fyrir utan Alþingishúsið í nótt. Hann bíður þess að foreldrar hans og tvö systkini flýi Gasaströndina og komi, vonandi, til hans til Íslands. Þá verður rætt við Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing, í beinni um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Fastagestir sundlauganna í Reykjavík eru mjög ósáttir með skertan opnunartíma um hátíðarnar. Rætt verður við nokkra fastagesti um þessa sparnaðaraðgerð í fréttatímanum.

Svo kíkjum við auðvitað til björgunarsveitanna sem byrjuðu flugeldasöluna í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×