Körfubolti

Pistons vann loksins leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Pistons fagna en það höfðu þeir ekki gert lengi.
Leikmenn Pistons fagna en það höfðu þeir ekki gert lengi. vísir/getty

Detroit Pistons slapp við að skrá sig í sögubækurnar fyrir lengstu taphrinu í sögu NBA-deildarinnar er liðið náði loksins að vinna leik í nótt.

Pistons vann þá sigur á Toronto Raptors, 129-127.

Pistons var búið að tapa 27 leikjum í röð í deildinni og tap í nótt hefði jafnað lengstu taphrinu í sögu deildarinnar. Það hefði líka farið nálægt lengstu taphrinu í sögu bandarískra íþrótta.

Það met á NFL-liðið Chicago Cardinals, nú Arizona Cardinals, sem tapaði 29 leikjum í röð á árunum 1942 til 1945 en þá var seinni heimsstyrjöldin í fullum gangi.

Cade Cunningham leiddi lið Pistons út úr ógöngunum í nótt með 30 stigum og 12 stoðsendingum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×